Real Madrid verður án bæði Cristianos Ronaldo og Gareths Bale þegar liðið sækir Eibar heim í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Bale fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 3-3 jafnteflinu við Las Palmas í síðustu umferð.
Ronaldo er aftur á móti meiddur en hann æfði ekki með Real Madrid í gær.
Þá er þriðji framherjinn, Álvaro Morata, í leikbanni.
Real Madrid getur komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum á eftir. Madrídingar eru með 56 stig í 2. sæti, einu stigi á eftir toppliði Barcelona sem mætir Celta Vigo í kvöld. Real Madrid á þó leik til góða á Barcelona.
Leikur Eibar og Real Madrid hefst klukkan 15:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Hvorki Ronaldo né Bale með Real Madrid í dag

Tengdar fréttir

Ronaldo heimti Madrídinga úr helju
Annan leikinn í röð náði Real Madrid í stig eftir ævintýralega endurkomu.

Enginn Ronaldo, enginn Bale en ekkert vesen hjá Real Madrid
Þrátt fyrir að vera án Cristianos Ronaldo og Gareths Bale átti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með að leggja Eibar að velli í dag. Lokatölur 1-4, Real Madrid í vil.

Spænsku áhrifin hjá Chelsea meiri en hjá bestu liðunum á Spáni
Chelsea er með tíu stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni og því getað þeir meðal annars þakkað frábærri frammistöðu Spánverjanna í liðinu.

Stórsigur Barcelona setur pressu á Real Madrid
Barcelona vann stórsigur á Sporting Gijón í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Börsungar fara því í toppsætið um stundarsakir en Real Madrid gæti hirt það af þeim á nýjan leik síðar í kvöld.

Bale bað liðsfélagana afsökunar á heimskulega rauða spjaldinu
Barcelona færðist nær Real Madrid á toppnum á Spáni í gær og getur þakkað Gareth Bale að stórum hluta fyrir það