Rolls Royce segist engan keppinaut eiga Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 10:15 Rolls Royce Dawn hefur fært meðalaldur kaupenda Rolls Royce bíla niður. Mikla athygli vakti í bílaheiminum orð eins æðstu stjórnenda Rolls Royce í viðtali við rúmenskt bílatímarit um daginn að fyrirtækið ætti ekki neinn keppinaut og enginn bílaframleiðandi væri fyrir ofan Rolls Royce. Hann sagði að Bentley væri í raun ekki neinn keppinautur Rolls Royce, enda mætti fá tvo Bentley bíla fyrir verð eins Rolls Royce bíls. “Ekkert bílamerki bíður viðskiptavinum sínum meiri lúxus, búnað og sérlausnir sniðnar að hverjum og einum viðskiptavini, líkt og við hjá Rolls Royce gerum”. Mörgum finnst þessi orð eins af yfirmönnum breska lúxusbílaframleiðandans nokkuð roggin, en þó má kannski finna í þeim sannleikskorn. Meðalverð bíla Rolls Royce er 300.000 evrur, eða 34 milljónir króna. Meðalaldur kaupenda Rolls Royce bíla er nú ríflega 50 ár og hefur þessi aldur lækkað um 10-20 ár á síðustu áratugum. Tilkoma Wraith Coupe og Dawn bíla Rolls Royce hefur fært meðalaldurinn mikið niður að undanförnu, en meðalaldur kaupenda þeirra bílgerða liggur á milli 40 og 50 ára aldurs. Vel gengur í rekstri Rolls Royce þessa dagana og tókst fyrirtækinu að selja 4.011 bíla í fyrra og var aukningin 6% á milli ára. Höfuðstöðvar Rolls Royce eru í Crewe í nágrenni London. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent
Mikla athygli vakti í bílaheiminum orð eins æðstu stjórnenda Rolls Royce í viðtali við rúmenskt bílatímarit um daginn að fyrirtækið ætti ekki neinn keppinaut og enginn bílaframleiðandi væri fyrir ofan Rolls Royce. Hann sagði að Bentley væri í raun ekki neinn keppinautur Rolls Royce, enda mætti fá tvo Bentley bíla fyrir verð eins Rolls Royce bíls. “Ekkert bílamerki bíður viðskiptavinum sínum meiri lúxus, búnað og sérlausnir sniðnar að hverjum og einum viðskiptavini, líkt og við hjá Rolls Royce gerum”. Mörgum finnst þessi orð eins af yfirmönnum breska lúxusbílaframleiðandans nokkuð roggin, en þó má kannski finna í þeim sannleikskorn. Meðalverð bíla Rolls Royce er 300.000 evrur, eða 34 milljónir króna. Meðalaldur kaupenda Rolls Royce bíla er nú ríflega 50 ár og hefur þessi aldur lækkað um 10-20 ár á síðustu áratugum. Tilkoma Wraith Coupe og Dawn bíla Rolls Royce hefur fært meðalaldurinn mikið niður að undanförnu, en meðalaldur kaupenda þeirra bílgerða liggur á milli 40 og 50 ára aldurs. Vel gengur í rekstri Rolls Royce þessa dagana og tókst fyrirtækinu að selja 4.011 bíla í fyrra og var aukningin 6% á milli ára. Höfuðstöðvar Rolls Royce eru í Crewe í nágrenni London.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent