Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona, líkti ótrúlegri endurkomu liðsins gegn Paris Saint-Germain við endurkomu New England Patriots gegn Atlanta Falcons í Super Bowl í síðasta mánuði.
Barcelona tapaði fyrri leiknum gegn PSG 4-0 en sneri dæminu sér í vil á Nývangi í kvöld, vann 6-1 sigur og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum tíunda árið í röð.
„Ég trúi þessu ekki. Þetta var nánast ómögulegt. Þetta er brjálað og ótrúlegt,“ sagði Rakitic eftir leikinn í kvöld.
„Ég vil þakka liðinu, fólkinu í kringum félagið og stuðningsmönnunum. Þetta var einstakur dagur og það er erfitt að lýsa þessu.“
Króatinn sagði að Barcelona hefði gert frábærlega í að komast áfram á þennan hátt.
„Fyrri leikurinn var mjög erfiður fyrir okkur og við fengum harða gagnrýni,“ sagði Rakitic.
„Við þurftum að trúa. Við sáum í Super Bowl að það er allt hægt í íþróttum. Þetta var brjálaður dagur. Þetta er Barcelona, besti lið í heimi.“
Rakitic: Sáum í Super Bowl að það er allt hægt í íþróttum

Tengdar fréttir

Barcelona áfram eftir stórkostlega endurkomu | Sjáðu mörkin
Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir einhverja ótrúlegustu endurkomu síðari ára.

Twitter um kraftaverkið á Nývangi: Eiður hélt að Enrique væri klikkaður
Barcelona endurskrifaði fótboltasöguna í kvöld þegar liðið tryggði sig áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 6-1 sigur á Paris Saint-Germain á Nývangi.