Fótbolti

Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lalli var ekki hrifinn af þessum töktum hjá Suarez í gær.
Lalli var ekki hrifinn af þessum töktum hjá Suarez í gær. vísir/getty
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær.

„Það er glórulaust að svona mikið geti ráðist á leikaraskap. Ég finn til með fótboltanum og þetta er sorglegt fyrir hann,“ sagði Lagerbäck í sænska sjónvarpinu í gær en Suarez fiskaði vítið sem kom Barcelona síðan í 5-1 í leiknum en lokatölur voru 6-1.



„Ég varð svo reiður. Þetta er bara leikaraskapur hjá Suarez. Af hverju erum við með endalínudómara ef þeir sjá ekki svona? Ég hef alltaf verið á því að við eigum að refsa leikmönnum eftir á fyrir leikaraskap. Þá myndu leikmenn hætta þessu.“

Barcelona tapaði fyrri leiknum 4-0 og þurfti að skora sex mörk í gær er PSG skoraði sitt mark. Mörkin þrjú komu á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik þar sem áðurnefnd vítaspyrna hafði mikið að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×