Varaforsetinn heitir stuðningi við ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2017 06:45 Mike Pence og Donald Tusk á fundinum í gær. vísir/afp Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira