Útkall í þágu vísinda Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun