Fótbolti

Næstmarkahæsta lið Evrópu spilar í Manchester í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Falcao og Kylian Mbappe fagna marki saman.
Falcao og Kylian Mbappe fagna marki saman. Vísir/Getty
Leikmenn Mónakó hafa heldur betur verið á skotskónum á þessum tímabili en liðið heimsækir Manchester City í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.

Það er von á mörkum í kvöld en Mónakó er næstmarkahæsta liðið í fimm bestu deildum Evrópu til þess á tímabilinu.

Liðsmenn Mónakó hafa skorað 108 mörk í 41 leik á leiktíðinni og það er aðeins Barcelona (109) mörk sem hefur skorað fleiri mörk.

Real Madrid þarf að sætta sig við að vera í þriðja sætinu en hefur reyndar leikið fjórum leikjum færra.

Mónakó hefur sem dæmi skorað 76 mörk í 26 leikjum í frönsku deildinni eða 26 mörkum meira en Paris Saint-Germain sem er næstmarkahæsta lið deildarinnar.

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao er markahæstur hjá liðinu með 21 mark en hann snýr nú aftur til Manchester þar sem hann lék á sínum tíma með liði Manchester United.

Markahæstu leikmenn Mónakó á tímabilinu:

1. Radamel Falcao 21 mark

2. Valère Germain 12 mörk

3. Kylian Mbappé 11 mörk

4. Thomas Lemar     10 mörk

5. Bernardo Silva 9 mörk

6. Gabriel Boschilia 8 mörk

7. Guido Carrillo 8 mörk


Tengdar fréttir

Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik

Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Man­chester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Falcao getur komist aftur í heimsklassa

Kólumbíski framherjinn, Radamel Falcao, snýr aftur til Englands í kvöld er hann spilar með Monaco gegn Tottenham í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×