Vara við hatursorðræðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Flóttafólk á landamærum Serbíu og Makedóníu snemma á síðasta ári. vísir/epa Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira