Bíó og sjónvarp

Sjáðu fjögurra mínútna formála að Alien: Covenant

Birgir Olgeirsson skrifar
Áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant borðar hér síðustu kvöldmáltíðina sína áður en hún leggst í dvala.
Áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant borðar hér síðustu kvöldmáltíðina sína áður en hún leggst í dvala.
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur sent frá sér formála að stórmyndinni AlienCovenant.

Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala.

Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar AlienCovenant. Þar á meðal James FrancoKatherine PearceDanny McBrideBilly Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter.

Í AlienCovenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum.

Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. 

Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu úr myndinni sjálfri. Um hrollvekju er að ræða þannig að börn og viðkvæmir ættu að halda sig frá þessari.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.