Sjáðu fjögurra mínútna formála að Alien: Covenant Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 10:16 Áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant borðar hér síðustu kvöldmáltíðina sína áður en hún leggst í dvala. Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur sent frá sér formála að stórmyndinni Alien: Covenant. Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala. Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar Alien: Covenant. Þar á meðal James Franco, Katherine Pearce, Danny McBride, Billy Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter. Í Alien: Covenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu úr myndinni sjálfri. Um hrollvekju er að ræða þannig að börn og viðkvæmir ættu að halda sig frá þessari. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur sent frá sér formála að stórmyndinni Alien: Covenant. Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala. Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar Alien: Covenant. Þar á meðal James Franco, Katherine Pearce, Danny McBride, Billy Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter. Í Alien: Covenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu úr myndinni sjálfri. Um hrollvekju er að ræða þannig að börn og viðkvæmir ættu að halda sig frá þessari.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira