Fabián Orellana skoraði seinna mark Valencia á 9. mínútu leiksins og það mark var sögulegt.
Þetta var nefnilega annað mark Fabián Orellana á móti Real Madrid á þessu tímabili en það sem gerir það sögulegt er að hann skoraði hitt markið fyrir Celta de Vigo í ágúst.
Aldrei áður hafði leikmanni tekist að skora fyrir tvö félög á móti Real Madrid á sama tímabili. Tvö af þremur mörkum Fabián Orellana á tímabilinu hafa þar með komið á móti Real Madrid.
Celta de Vigo lánaði Fabián Orellana til Valencia 31. janúar síðastliðinn eftir honum lenti upp á kanti við þjálfarann Eduardo Berizzo.
Fabián Orellana er 31 árs gamall Sílemaður sem hafði spilað með Celta de Vigo frá árinu 2013.
HISTÓRICO FABIÁN ORELLANA!!!!
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 22, 2017
PRIMER JUGADOR que le marca al Real Madrid con DOS EQUIPOS (Celta y Valencia) en una misma edición de #LaLiga. pic.twitter.com/1OsFjl7uvq