Yfirburðarsigur hjá Bergi Telma Tómasson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61 Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00
Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00