Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 11:33 Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu. Heilsa Sprengidagur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu.
Heilsa Sprengidagur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira