Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 14:17 Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. Vísir/GVA Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.
Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12