Lögbundin tímaskekkja Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina – allavega stundum – fáránlega. Það er gott að vera alvitur samtímamaður sem lítur í baksýnisspegilinn og hlær góðlátlega að flónsku fortíðar, umvafinn öruggri vissu um að nú séum við búin að negla þetta. Munið þið þegar það var í lagi að hneppa fólk í þrældóm vegna þess hvernig húð þess var á litinn? Vandræðalegt. Já, og þegar blóðtaka þótti allra meina bót? Vitleysingar. Og guð, munið þið eftir því þegar það þótti töff að vera með sítt að aftan? Við ættum þó líklega ekki að hlæja of dátt. Því sama hvað við höldum verðum við, einn góðan veðurdag, flón fortíðar. En hvað ætli það verði í fari okkar sem mun vekja kátínu í bland við óhug með komandi kynslóðum? Verður það skeggvöxtur karlmanna krúttkynslóðarinnar sem líta út eins og fjöldaframleiddir tuskubangsar sem erfitt er að þekkja í sundur? Verður það offjárfesting okkar í vítamín-pillum sem sýnt er að geri lítið sem ekkert gagn? Verða það ofhlaðnir skápar okkar af fatnaði sem saumaður er af frelsissviptum börnum í Bangladess með blóðuga fingur og tóma maga? Eða: verður það meðferð okkar á mömmu hans Sölva Tryggvasonar?Allt er sjötugum fært Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason greindi frá því í vikunni að senn ætti móðir hans stórafmæli, hún væri að verða sjötug. Móðir Sölva er kennari og starfar hjá hinu opinbera. Sölvi sagði hana unga í anda, létta í spori og elska vinnuna sína. En frá og með næsta vori fá nemendur ekki lengur að njóta leiðsagnar hennar og ákafa. Mömmu Sölva langar ekki til að hætta að vinna. En hún hefur ekkert um eigin örlög að segja. Því hún er fórnarlamb lögbundinnar tímaskekkju sem kveður á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná sjötíu ára aldri. Að reka fólk úr starfi vegna aldurs er mannvonska sem hlýtur að jaðra við brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Auðvitað á fólki að vera frjálst að láta af störfum um sjötugt óski það þess. En að skylda fólk til að hætta að vinna er æskudýrkun á sterum, fruntalegir fordómar og mismunun sem ætti ekki að leyfast. Eins og eftirfarandi dæmi sýna er sjötugt enginn aldur: Gladys Burrill frá Hawai hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hún var áttatíu og sex ára. Níutíu og tveggja ára sló hún met er hún varð elst kvenna til að hlaupa maraþon. Þjóðverjinn Heinz Wenderoth var níutíu og sjö þegar hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Hannover. Hollywood leikkonan Jessica Tandy var áttræð þegar hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Driving Miss Daisy. Benjamín Franklín, stjórnmálafrömuður og einn landsfeðra Bandaríkjanna, var sjötugur þegar hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Thor Vilhjálmsson var sjötíu og tveggja þegar hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Morgunþula í stráum. Málfríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi var 78 ára er hún gaf út fyrstu bók sína. Alls urðu bækur hennar sex. Bretinn Bertha Wood fékk fyrstu bók sína út gefna þegar hún var hundrað ára. Barbara Hillary var fyrst svartra kvenna til að ganga á Norðurpólinn. Hún var sjötíu og fimm ára. Þegar hún var sjötíu og níu skellti hún sér á Suðurpólinn. Bandaríska myndlistarkonan Anna Mary Robertson Moses, kölluð Grandma Moses, sem var í miklu uppáhaldi m.a. hjá John F. Kennedy byrjaði ekki að mála fyrr en hún var sjötíu og sex ára. Donald Trump er sjötugur (þótt meirihluti mannkyns kysi líklega að honum yrði gert að setjast í helgan stein).Sveigjanleg starfslok Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Óskandi er að sú vinna gangi hratt og örugglega fyrir sig svo að mamma hans Sölva Tryggvasonar fái að njóta góðs af henni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina – allavega stundum – fáránlega. Það er gott að vera alvitur samtímamaður sem lítur í baksýnisspegilinn og hlær góðlátlega að flónsku fortíðar, umvafinn öruggri vissu um að nú séum við búin að negla þetta. Munið þið þegar það var í lagi að hneppa fólk í þrældóm vegna þess hvernig húð þess var á litinn? Vandræðalegt. Já, og þegar blóðtaka þótti allra meina bót? Vitleysingar. Og guð, munið þið eftir því þegar það þótti töff að vera með sítt að aftan? Við ættum þó líklega ekki að hlæja of dátt. Því sama hvað við höldum verðum við, einn góðan veðurdag, flón fortíðar. En hvað ætli það verði í fari okkar sem mun vekja kátínu í bland við óhug með komandi kynslóðum? Verður það skeggvöxtur karlmanna krúttkynslóðarinnar sem líta út eins og fjöldaframleiddir tuskubangsar sem erfitt er að þekkja í sundur? Verður það offjárfesting okkar í vítamín-pillum sem sýnt er að geri lítið sem ekkert gagn? Verða það ofhlaðnir skápar okkar af fatnaði sem saumaður er af frelsissviptum börnum í Bangladess með blóðuga fingur og tóma maga? Eða: verður það meðferð okkar á mömmu hans Sölva Tryggvasonar?Allt er sjötugum fært Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason greindi frá því í vikunni að senn ætti móðir hans stórafmæli, hún væri að verða sjötug. Móðir Sölva er kennari og starfar hjá hinu opinbera. Sölvi sagði hana unga í anda, létta í spori og elska vinnuna sína. En frá og með næsta vori fá nemendur ekki lengur að njóta leiðsagnar hennar og ákafa. Mömmu Sölva langar ekki til að hætta að vinna. En hún hefur ekkert um eigin örlög að segja. Því hún er fórnarlamb lögbundinnar tímaskekkju sem kveður á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná sjötíu ára aldri. Að reka fólk úr starfi vegna aldurs er mannvonska sem hlýtur að jaðra við brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Auðvitað á fólki að vera frjálst að láta af störfum um sjötugt óski það þess. En að skylda fólk til að hætta að vinna er æskudýrkun á sterum, fruntalegir fordómar og mismunun sem ætti ekki að leyfast. Eins og eftirfarandi dæmi sýna er sjötugt enginn aldur: Gladys Burrill frá Hawai hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hún var áttatíu og sex ára. Níutíu og tveggja ára sló hún met er hún varð elst kvenna til að hlaupa maraþon. Þjóðverjinn Heinz Wenderoth var níutíu og sjö þegar hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Hannover. Hollywood leikkonan Jessica Tandy var áttræð þegar hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Driving Miss Daisy. Benjamín Franklín, stjórnmálafrömuður og einn landsfeðra Bandaríkjanna, var sjötugur þegar hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Thor Vilhjálmsson var sjötíu og tveggja þegar hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Morgunþula í stráum. Málfríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi var 78 ára er hún gaf út fyrstu bók sína. Alls urðu bækur hennar sex. Bretinn Bertha Wood fékk fyrstu bók sína út gefna þegar hún var hundrað ára. Barbara Hillary var fyrst svartra kvenna til að ganga á Norðurpólinn. Hún var sjötíu og fimm ára. Þegar hún var sjötíu og níu skellti hún sér á Suðurpólinn. Bandaríska myndlistarkonan Anna Mary Robertson Moses, kölluð Grandma Moses, sem var í miklu uppáhaldi m.a. hjá John F. Kennedy byrjaði ekki að mála fyrr en hún var sjötíu og sex ára. Donald Trump er sjötugur (þótt meirihluti mannkyns kysi líklega að honum yrði gert að setjast í helgan stein).Sveigjanleg starfslok Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Óskandi er að sú vinna gangi hratt og örugglega fyrir sig svo að mamma hans Sölva Tryggvasonar fái að njóta góðs af henni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun