Bíó og sjónvarp

Avengers hitta Guardians of the Galaxy: Marvel gefur út nýja stiklu um Infinity War

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Robert Downey Jr, Tom Holland og Chris Pratt á fyrsta tökudegi Avengers: Infinty War.
Robert Downey Jr, Tom Holland og Chris Pratt á fyrsta tökudegi Avengers: Infinty War.
Kvikmyndaverið Marvel hefur hafið framleiðslu á kvikmyndinni Avengers: Infinity War, en fyrirtækið birti í nótt stiklu frá framleiðslunni.

Í stiklunni fáum við að sjá þá Robert Downey Jr, Chris Pratt og Tom Holland saman á setti, á fyrsta tökudegi, en þeir leika að sjálfsögðu Iron Man, Starlord og Spiderman.

Í Avengers: Infinity War munu persónur úr öllum helstu ofurhetjumyndum Marvel, ásamt persónum úr Guardians of the Galaxy, koma saman í baráttu sinni við hinn illa Thanos, sem er öflugasta illmenni Marvel heimsins.

Í stiklunni útskýra leikstjórar myndarinnar hvernig allt það sem hefur gerst í fyrri myndum, mun skipta máli fyrir þessa mynd, sem á að vera hápunktur Marvel myndasögubálksins, sem hófst árið 2008 með útgáfu kvikmyndarinnar um Iron Man. 

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.