Alltaf þurfa tröllin að hörfa undan mannfólkinu Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2017 18:00 Greta Clough, Sigurður Líndal Þórisson og Aldís Davíðsdóttir með allt klárt fyrir frumsýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri. „Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“ Húnaþing vestra Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“
Húnaþing vestra Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira