Elon Musk um framtíð bílsins: „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2017 10:40 Elon Musk. Vísir/AFP Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“ Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira