Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 06:00 mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira