Ákvörðun Youtube er í kjölfar ákvörðunar Maker Studios, sem eru í eigu Disney og í raun eiga Youtube-rás Kjellberg, en þeir slitu tengslum sínum við hann í gær.
Kjellberg er sagður hafa birt nokkur myndbönd á undanförnum mánuði sem innihalda ummæli og brandara um gyðinga sem gætu talist niðrandi. Í einu myndbandinu greiddi hann tveimur indverskum mönnum fimm dali í gegnum Fiverr fyrir að halda á skilti sem á stóð: „Death to all Jews“ eða „Drepum alla gyðinga“.
Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Skiltið fer á loft eftir rúmar ellefu mínútur.
Hann segir að myndbönd sín séu til skemmtunar og ekki eigi að horfa á þau sem pólitískar yfirlýsingar. Þó segist hann átta sig á því að brandararnir hafi verið móðgandi.
Indverjarnir tveir segja að reikningi þeirra á Fiverr hafi verið lokað, en þeir birtu myndband á Youtube þar sem þeir biðjast afsökunar og segjast ekki hafa áttað sig á því hvað þeir væru að gera. Þeir hafi ekki skilið hvað þeir hafi skilað á skiltið.