Disney slítur samstarfi við PewDiePie atli ísleifsson skrifar 14. febrúar 2017 10:05 Áætlað er að Svíinn Felix Kjellberg, eða PewDiePie, hafi þénað 15 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári vegna YouTube-myndbanda sinna. Vísir/AFP Disney hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við sænsku YouTube-stjörnuna PewDiePie vegna ásakana um gyðingahatur. PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, hefur á síðustu mánuðum birt myndbönd sem eru sögð ýta undir gyðingahatur og innihalda vísanir í nasisma. Í frétt BBC segir frá því að Kjellberg hafi sjálfur sagt myndefnið sem um ræðir vissulega vera móðgandi og særandi en leggi áherslu á að hann styðji ekki nokkur viðhorf haturs. Áætlað er að PewDiePie hafi þénað um 15 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári vegna YouTube-myndbanda sinna. Hann hefur unnið með Disney í gegnum Maker Studios, fyrirtækis sem er með fjölda YouTube-stjarna á sínum snærum. Í yfirlýsingu frá Maker Studios segir að þó að Kjellberg hafi ávallt ögrað þá hafi hann nú gengið of langt. Kjellberg á í einu myndbandanna að hafa í gegnum fjáröflunarsíðu greitt tveimur Indverjum fyrir að halda á skilti þar sem á stóð „Death to all Jews“, þar sem dauða allra gyðinga er óskað. Í öðru myndbandi á hann að hafa heilsað að nasistasið, sýnt hakakrossa sem aðdáandi teiknaði og spilað nasistastef. Hann segir að um grín hafi verið að ræða. Á síðasta ári var Twitter-reikningi PewDiePie tímabundið lokað eftir að hann grínaðist með hryðjuverkasamtökin ISIS. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Disney hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við sænsku YouTube-stjörnuna PewDiePie vegna ásakana um gyðingahatur. PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, hefur á síðustu mánuðum birt myndbönd sem eru sögð ýta undir gyðingahatur og innihalda vísanir í nasisma. Í frétt BBC segir frá því að Kjellberg hafi sjálfur sagt myndefnið sem um ræðir vissulega vera móðgandi og særandi en leggi áherslu á að hann styðji ekki nokkur viðhorf haturs. Áætlað er að PewDiePie hafi þénað um 15 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári vegna YouTube-myndbanda sinna. Hann hefur unnið með Disney í gegnum Maker Studios, fyrirtækis sem er með fjölda YouTube-stjarna á sínum snærum. Í yfirlýsingu frá Maker Studios segir að þó að Kjellberg hafi ávallt ögrað þá hafi hann nú gengið of langt. Kjellberg á í einu myndbandanna að hafa í gegnum fjáröflunarsíðu greitt tveimur Indverjum fyrir að halda á skilti þar sem á stóð „Death to all Jews“, þar sem dauða allra gyðinga er óskað. Í öðru myndbandi á hann að hafa heilsað að nasistasið, sýnt hakakrossa sem aðdáandi teiknaði og spilað nasistastef. Hann segir að um grín hafi verið að ræða. Á síðasta ári var Twitter-reikningi PewDiePie tímabundið lokað eftir að hann grínaðist með hryðjuverkasamtökin ISIS.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira