Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram-síða Söru - sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira