Sá litli er að gera hluti sem hafa ekki sést áður hjá Boston Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 14:45 Isaiah Thomas er ekki hár í loftinu. Hér er hann að reyna að stoppa Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017
NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum