Óttast svartan markað með nikótínolíu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03
Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00
Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31