Óður til þess sem er gott Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Nú vakna ég og fæ mér kaffibolla og helli kornflexi í skál og les blaðið og gleymi í eitt guðsvolað augnablik öllu þessu ömurlega sem grasserar nú í veröldinni. Hér verða því engar yfirfærðar merkingar eða háfleygar yfirlýsingar. Engin samfélagsrýni. Enginn boðskapur. Bara upptalning á því sem fegrar og bætir og auðgar mína persónulegu tilvist á þessari jörð. Lítill minnismiði til sælu. Á morgun ætlar mamma að elda góðu núðlurnar, þessar með pestó, tófú og brokkólíi, og svo er mér boðið í afmæli til kærrar vinkonu á laugardaginn. Í tölvunni minni er albúm. Það inniheldur eingöngu myndir af foreldrum dýraríkisins að kyssa afkvæmi sín. Gíraffar, apar, selir og pandabirnir. Alls konar dýr. Að kyssa lítil dýrabörn. Þegar ég skrolla í gegnum þessar myndir man ég að ást og umhyggja eru kenndir sem eru næstum öllum eðlislægar. Og það er huggandi. Öllum strákunum í One Direction gengur vel að fóta sig í leik og starfi eftir að hljómsveitin lagði endanlega upp laupana í fyrra. Þeir hafa þroskast og dafnað. Sumir eru orðnir feður. Enn aðrir eru hættir að lita á sér hárið og hafa hrifsað aftur til sín sjálfræði yfir eigin persónuleika. Það eru nákvæmlega 100 dagar í aðalkvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva – sem þýðir öðru fremur að vorið er í grenndinni. Nú sér fyrir endann á hráslaganum og áður en varir taka við bjartar sumarnætur, grill með góðum vinum og gallajakkar sem þurfa ekki endilega að vera fóðraðir. Þarna. Ég segi þessari upptalningu lokið og býð öllum að útbúa sína eigin. Ég heiti því að allt þetta ömurlega verður fyrir vikið örlítið minna ömurlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun
Nú vakna ég og fæ mér kaffibolla og helli kornflexi í skál og les blaðið og gleymi í eitt guðsvolað augnablik öllu þessu ömurlega sem grasserar nú í veröldinni. Hér verða því engar yfirfærðar merkingar eða háfleygar yfirlýsingar. Engin samfélagsrýni. Enginn boðskapur. Bara upptalning á því sem fegrar og bætir og auðgar mína persónulegu tilvist á þessari jörð. Lítill minnismiði til sælu. Á morgun ætlar mamma að elda góðu núðlurnar, þessar með pestó, tófú og brokkólíi, og svo er mér boðið í afmæli til kærrar vinkonu á laugardaginn. Í tölvunni minni er albúm. Það inniheldur eingöngu myndir af foreldrum dýraríkisins að kyssa afkvæmi sín. Gíraffar, apar, selir og pandabirnir. Alls konar dýr. Að kyssa lítil dýrabörn. Þegar ég skrolla í gegnum þessar myndir man ég að ást og umhyggja eru kenndir sem eru næstum öllum eðlislægar. Og það er huggandi. Öllum strákunum í One Direction gengur vel að fóta sig í leik og starfi eftir að hljómsveitin lagði endanlega upp laupana í fyrra. Þeir hafa þroskast og dafnað. Sumir eru orðnir feður. Enn aðrir eru hættir að lita á sér hárið og hafa hrifsað aftur til sín sjálfræði yfir eigin persónuleika. Það eru nákvæmlega 100 dagar í aðalkvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva – sem þýðir öðru fremur að vorið er í grenndinni. Nú sér fyrir endann á hráslaganum og áður en varir taka við bjartar sumarnætur, grill með góðum vinum og gallajakkar sem þurfa ekki endilega að vera fóðraðir. Þarna. Ég segi þessari upptalningu lokið og býð öllum að útbúa sína eigin. Ég heiti því að allt þetta ömurlega verður fyrir vikið örlítið minna ömurlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.