Fótbolti

Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið.

Lars stýrði íslenska landsliðinu með frábærum árangri á árunum 2012-16. Undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar vann Ísland sér sæti á EM 2016 og komst alla leið í 8-liða úrslit í lokakeppninni.

Lars hætti með íslenska liðið eftir EM og hefur síðan þá starfað sem ráðgjafi hjá sænska knattspyrnusambandinu.

Lars ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Norðmenn eru í sögulegri lægð. Þeir hafa ekki komist á stórmót síðan 2000 og sitja í 84. sæti heimslista FIFA.

Miðað við viðbrögðin á Twitter voru íslenskir fótboltaáhugamenn misánægðir með þessa ákvörðun Lars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×