Barkley ekkert fúll út í LeBron: Vann greinilega heimavinnuna sína og "gúglaði“ mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 22:45 Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley. NBA Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Sjá meira
Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley.
NBA Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum