Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:15 Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira