Nintendo gera fleiri leiki fyrir síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Pípulagningamaðurinn Mario er vinsæll. Nordicphotos/Getty Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira