Nintendo gera fleiri leiki fyrir síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Pípulagningamaðurinn Mario er vinsæll. Nordicphotos/Getty Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Japanski leikjarisinn Nintendo tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni greindi fyrirtækið frá því að rekstur þess hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í rúmt ár. Spilar þar útgáfa snjallsímaleiksins Super Mario Run sína rullu. Snjallsímadeild Nintendo þénaði um sjö milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Alls hafa 78 milljónir hlaðið Super Mario Run niður í síma sína. Þó hafa innan við tíu prósent þeirra keypt fulla útgáfu leiksins á þær rúmu þúsund krónur sem settar eru á útgáfuna. Nintendo kveðst enn fremur ætla að styðja leikinn til lengri tíma. „Við stígum nú þau skref sem þarf til að tryggja að hægt verði að njóta Super Mario Run til lengri tíma,“ sagði Tatsumi Kimishima, forseti stjórnar Nintendo, á blaðamannafundi í gær. Þá tilkynnti Nintendo einnig um að stefnt væri að því að væntanleg leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo Switch, myndi seljast vel á sínum fyrsta mánuði á markaði. Tölvan kemur á markað í mars og ætlast Nintendo til þess að tvær milljónir eintaka seljist fyrsta mánuðinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira