Heimir: Þetta er miklu meira en einhver vináttuleikur fyrir Mexíkó Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Heimir Hallgrímsson býst við erfiðum leik. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15