Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og ber þar helst að nefna enn einn stórleikinn hjá Russell Westbrook en hann náði þrefaldri tvennu í 25. skipti á tímabilinu. Westbrook skoraði 38 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar þegar OKC lagði Memhis Grizzlies, 114-102.
Houston Rockets vann Chicago Bulls, 121-117, eftir framlengdan og æsispennandi leik. James Harden var stórkostlegur í leiknum og gerði 42 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dwyane Wade var með 19 stig, 9 fráköst og sex stoðsendingar hjá Bulls.
Þá vann Boston Celtics L.A. Lakers, 113-107, í viðureign þessara gömlu stórvelda en hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar.
Houston Rockets - Chicago Bulls 121-117
Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 114-102
Boston Celtics - Los Angeles Lakers 113-107
Denver Nuggets - Milwauke Bucks 121-117
Sacramento Kings - Phoenix Suns 103-105
Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 104-108
Orlando Magic - Toronto Raptors 102-94
Brooklyn Nets - Indiana Pacers 97-106
Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 116-108
Westbrook með þrefalda tvennu í 25. skiptið á tímabilinu
Stefán Árni Pálsson skrifar
