NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 08:30 Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103 NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira