Vísindamall sem nær aldrei suðupunkti Sigríður Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 12:00 Vala Kristín Eiríksdóttur og Vilhelm Anton Jónsson í miklu stuði í hlutverkum sínum í Vísindasýningu Villa. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Vísindasýning Villa Höfundar: Vilhelm Anton Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Vignir Rafn Valþórsson Borgarleikhúsið – Litla sviðið Leikarar: Vilhelm Anton Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing og myndband: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Á síðastliðnum árum hefur Vísinda Villi víkkað huga fjölmargra barna með tilraunum sínum og komið sér vel fyrir í hjörtum þeirra. Hann hvetur börn en ekki síður fullorðna að vera ávallt forvitin og að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Nú er Villi mættur á Litla svið Borgarleikhússins að kynna okkur frekar fyrir ótrúlegum heimi vísindanna og fær að þessu sinni hjálp úr óvæntri átt … Vilhelm Anton Jónsson er fjölhæfur listamaður og hlýr sem nær áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi sem hann framkallar úr rafmagnsgítarnum. Vala Kristín Eiríksdóttir villist inn í sýninguna eftir að hafa heillast af tónlistinni en hún er að æfa sitt eigið leikrit. Samvinna þeirra á sviðinu er hin fínasta þar sem góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman. Því miður, eins og með svo margar sýningar á þessu leikári, er handritið hvorki sannfærandi né nægilega vel unnið. Hugmyndir eru útskýrðar frekar en framkallaðar á sviði. Alltof mörgum vísunum er hent fram án úrvinnslu og stöðug notkun á orðinu „mónólóg“ var þreytandi, sérstaklega þegar fallegri íslensk orð á borð við „einræða“ og „eintal“ eru í boði. Eftirfarandi þráður í handritinu er gott dæmi: Æðsti draumur Völu er að syngja ástardúett úr kvikmyndinni Moulin Rouge! en hana vantar sárlega söngfélaga. Spurningin er þessi: Hvað er langt söngatriði með samansettu lagi úr fimmtán ára gamalli bíómynd að gera í barnasýningu árið 2017? Bæði er Elephant Love Medley einstaklega erfitt í söng, sem þau bæði rétt komast í gegnum, og passar alls ekki inn í sýninguna. Hugmyndin um stórt söngatriði er góð en úrvinnslan afleit. Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson hefði betur sýnt meira af töfrum vísindanna og leikhússins frekar en að segja frá þeim. Margt er samt sem áður mjög gott s.s. atriði þar sem Villi reynir að rata í rétta lýsingu og endar einn í vonskuveðri. Líka þegar klósettrúlla vekur gríðarlega kátínu meðal yngstu áhorfendanna, þarna voru þau hjartanlega boðin velkomin á alvöru vísindasýningu með hörkustuði. Tónlistin er valin af Villa sjálfum en er ekki nægilega vel komið fyrir innan sýningarinnar. Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar bæði búningana og leikmyndina af skarpskyggni og uppfinningasemi. Krítartöflurnar þjóta um sviðið, leynihólf eru framkölluð og Rube Goldberg maskínan er afburðasnjöll smíði. Þá eru flestir búningar og hröð búningaskipti Völu augnakonfekt. En af hverju þurfti tilraunajakkinn hennar endilega að vera aðþrengdur? Myndbandavinna Magnúsar Helga á lokametrunum er sérlega góð en hún er svolítið samhengislaus ef myndirnar af fólkinu sem er varpað á leikmyndina eru ekki útskýrðar. Sömuleiðis er lýsingin bæði fjölbreytt og faglega framsett. Öll grunnefni eru fyrir hendi í Vísindasýningu Villa og á blaði hefur sýningin alla burði til að sprengja skemmtunarskalann. En eins og hálfkláruð Goldberg vél þá höktir handritið alltof mikið til að sýningin gangi nægilega vel upp. Aftur á móti þegar Vísindasýning Villa hrekkur í gang þá er hún hin besta skemmtun.Niðurstaða: Prýðilegasta skemmtun þrátt fyrir gloppótt handrit.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. febrúar. Leikhús Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Leikhús Vísindasýning Villa Höfundar: Vilhelm Anton Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Vignir Rafn Valþórsson Borgarleikhúsið – Litla sviðið Leikarar: Vilhelm Anton Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing og myndband: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Á síðastliðnum árum hefur Vísinda Villi víkkað huga fjölmargra barna með tilraunum sínum og komið sér vel fyrir í hjörtum þeirra. Hann hvetur börn en ekki síður fullorðna að vera ávallt forvitin og að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Nú er Villi mættur á Litla svið Borgarleikhússins að kynna okkur frekar fyrir ótrúlegum heimi vísindanna og fær að þessu sinni hjálp úr óvæntri átt … Vilhelm Anton Jónsson er fjölhæfur listamaður og hlýr sem nær áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi sem hann framkallar úr rafmagnsgítarnum. Vala Kristín Eiríksdóttir villist inn í sýninguna eftir að hafa heillast af tónlistinni en hún er að æfa sitt eigið leikrit. Samvinna þeirra á sviðinu er hin fínasta þar sem góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman. Því miður, eins og með svo margar sýningar á þessu leikári, er handritið hvorki sannfærandi né nægilega vel unnið. Hugmyndir eru útskýrðar frekar en framkallaðar á sviði. Alltof mörgum vísunum er hent fram án úrvinnslu og stöðug notkun á orðinu „mónólóg“ var þreytandi, sérstaklega þegar fallegri íslensk orð á borð við „einræða“ og „eintal“ eru í boði. Eftirfarandi þráður í handritinu er gott dæmi: Æðsti draumur Völu er að syngja ástardúett úr kvikmyndinni Moulin Rouge! en hana vantar sárlega söngfélaga. Spurningin er þessi: Hvað er langt söngatriði með samansettu lagi úr fimmtán ára gamalli bíómynd að gera í barnasýningu árið 2017? Bæði er Elephant Love Medley einstaklega erfitt í söng, sem þau bæði rétt komast í gegnum, og passar alls ekki inn í sýninguna. Hugmyndin um stórt söngatriði er góð en úrvinnslan afleit. Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson hefði betur sýnt meira af töfrum vísindanna og leikhússins frekar en að segja frá þeim. Margt er samt sem áður mjög gott s.s. atriði þar sem Villi reynir að rata í rétta lýsingu og endar einn í vonskuveðri. Líka þegar klósettrúlla vekur gríðarlega kátínu meðal yngstu áhorfendanna, þarna voru þau hjartanlega boðin velkomin á alvöru vísindasýningu með hörkustuði. Tónlistin er valin af Villa sjálfum en er ekki nægilega vel komið fyrir innan sýningarinnar. Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar bæði búningana og leikmyndina af skarpskyggni og uppfinningasemi. Krítartöflurnar þjóta um sviðið, leynihólf eru framkölluð og Rube Goldberg maskínan er afburðasnjöll smíði. Þá eru flestir búningar og hröð búningaskipti Völu augnakonfekt. En af hverju þurfti tilraunajakkinn hennar endilega að vera aðþrengdur? Myndbandavinna Magnúsar Helga á lokametrunum er sérlega góð en hún er svolítið samhengislaus ef myndirnar af fólkinu sem er varpað á leikmyndina eru ekki útskýrðar. Sömuleiðis er lýsingin bæði fjölbreytt og faglega framsett. Öll grunnefni eru fyrir hendi í Vísindasýningu Villa og á blaði hefur sýningin alla burði til að sprengja skemmtunarskalann. En eins og hálfkláruð Goldberg vél þá höktir handritið alltof mikið til að sýningin gangi nægilega vel upp. Aftur á móti þegar Vísindasýning Villa hrekkur í gang þá er hún hin besta skemmtun.Niðurstaða: Prýðilegasta skemmtun þrátt fyrir gloppótt handrit.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. febrúar.
Leikhús Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira