Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 07:30 Korver fagnar með Tristan Thompson í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92 NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92
NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira