Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með lag á heilanum eftir Jón Jónsson. vísir/pjetur/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017 Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017
Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30