Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 23:16 Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Vísir/Facebook/AFP Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14