Lítill jepplingur Kia í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 11:08 Til nýs Kia Stonic sást við prófanir í norðurhluta Svíþjóðar. Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent