Kawhi Leonard óstöðvandi í Cleveland | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. janúar 2017 11:00 Meistararnir réðu ekkert við Kawhi Leonard. vísir/getty Leiknir voru 11 leikir í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. San Antonio Spurs sótti sigur eftir framlengingu til Cleveland í stórleik næturinnar. Kawhi Leonard fór á kostum í liði Spurs í nótt. Hann skoraði 41 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann skoraði 6 stig í framlengingunni og þar á meðal tróð hann boltanum í körfuna þegar 4,9 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Spurs sigurinn. Leonard hefur skorað yfir 30 stig í sex leikjum í röð. Það hefur enginn leikmaður Spurs afrekað síðan Mike Mitchell gerði það árið 1986. LaMarcus Aldridge skoraði 16 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 29 stig hvor fyrir meistara Cleveland Cavaliers. Marcus Morris tryggði Detroit Pistons 113-112 sigur á Washington Wizards með ótrúlegri sigurkörfu á síðasta andartaki leiksins. Körfuna má sjá hér að neðan. Morris skoraði 25 stig fyrir Pistons og Reggie Jackson 19. Markeieff Morris, tvíburabróðir Marcus, skoraði 19 stig fyrir Wizards líkt og John Wall. Portland Trail Blazers lagði Boston Celtics 127-123 í framlengdum leik. C. J. McCollum skoraði 35 stig fyrir Trail Blazers og Damian Lillard 28 stig. Isaiah Thomas fór mikinn fyrir Celtics og skoraði 41 stig. Einvígi McCollum og Thomas má sjá hér að neðan. Devin Booker tryggði Phoenix Suns með sigurkörfu sem sjá má hér að neðan. Booker sem er aðeins á öðru ári sínu í deildinni skoraði 26 stig en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Eric Bledsoe skoraði 23 stig fyrir Suns. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 26.Öll úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers – San Antonio Spurs 115-118 Detroit Pistons – Washington Wizards 113-112 Boston Celtics – Portland Trail Blazers 123-127 Charlotte Hornets – Brooklyn Nets 112-105 Atlanta Hawks – Philadelphia 76ers 110-93 New York Knicks – Phoenix Suns 105-107 Miami Heat – Milwaukee Bucks 109-97 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 95-119 Denver Nuggets – Los Angeles Clippers 123-98 Utah Jazz – Indiana Pacers 109-100 Chicago Bulls – Sacramento Kings 102-99 NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Leiknir voru 11 leikir í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. San Antonio Spurs sótti sigur eftir framlengingu til Cleveland í stórleik næturinnar. Kawhi Leonard fór á kostum í liði Spurs í nótt. Hann skoraði 41 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann skoraði 6 stig í framlengingunni og þar á meðal tróð hann boltanum í körfuna þegar 4,9 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Spurs sigurinn. Leonard hefur skorað yfir 30 stig í sex leikjum í röð. Það hefur enginn leikmaður Spurs afrekað síðan Mike Mitchell gerði það árið 1986. LaMarcus Aldridge skoraði 16 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 29 stig hvor fyrir meistara Cleveland Cavaliers. Marcus Morris tryggði Detroit Pistons 113-112 sigur á Washington Wizards með ótrúlegri sigurkörfu á síðasta andartaki leiksins. Körfuna má sjá hér að neðan. Morris skoraði 25 stig fyrir Pistons og Reggie Jackson 19. Markeieff Morris, tvíburabróðir Marcus, skoraði 19 stig fyrir Wizards líkt og John Wall. Portland Trail Blazers lagði Boston Celtics 127-123 í framlengdum leik. C. J. McCollum skoraði 35 stig fyrir Trail Blazers og Damian Lillard 28 stig. Isaiah Thomas fór mikinn fyrir Celtics og skoraði 41 stig. Einvígi McCollum og Thomas má sjá hér að neðan. Devin Booker tryggði Phoenix Suns með sigurkörfu sem sjá má hér að neðan. Booker sem er aðeins á öðru ári sínu í deildinni skoraði 26 stig en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Eric Bledsoe skoraði 23 stig fyrir Suns. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 26.Öll úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers – San Antonio Spurs 115-118 Detroit Pistons – Washington Wizards 113-112 Boston Celtics – Portland Trail Blazers 123-127 Charlotte Hornets – Brooklyn Nets 112-105 Atlanta Hawks – Philadelphia 76ers 110-93 New York Knicks – Phoenix Suns 105-107 Miami Heat – Milwaukee Bucks 109-97 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 95-119 Denver Nuggets – Los Angeles Clippers 123-98 Utah Jazz – Indiana Pacers 109-100 Chicago Bulls – Sacramento Kings 102-99
NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira