Dísilbílabann í Osló Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:38 Mengun af völdum dísilbíla í Osló mældist yfir viðmiðunarmörkum vegna staðviðris. Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent