Þrír fyrirlesarar með mjög ólíka aðkomu að lyfjamálum í íþróttum verða með fyrirlestur á ráðstefna um lyfjamál íþróttahreyfingarinnar sem haldin verður á fimmtudaginn í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er hluti af WOW Reykjavik International Games 2017.
Einn af fyrirlesurunum þremur er Hajo Seppelt. Seppelt er rannsóknarblaðamaður sem starfar m.a. fyrir ARD, er sá sem gerði heimildarmyndirnar í samvinnu við rússnesku uppljóstrarana sem á sínum tíma komu upp um stórfellt misferli. Síðar kom í ljós að umsvifin voru meiri en fyrst var talið, enda var stórum hluta rússneskra íþróttamanna meinuð þátttaka á ÓL í Ríó.
Úr allt annarri átt kemur síðan fyrrum Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong.
Þriðji erlendi fyrirlesarinn er síðan Dr. Ron Maughan sem er sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og fæðubótarefni og hefur leitt þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) frá árinu 2002. Hann mun fjalla um hætturnar við notkun fæðubótarefna í sínu erindi. Hvað ber íþróttamönnum að varast og hafa í huga þegar þeir neyta fæðubótarefna?
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnunni sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík þann 26. janúar næstkomandi frá klukkan 17.30 til 20.30. Það er hægt að skrá sig á ráðstefnuna fram að miðnætti 25. janúar.
Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir tveimur ráðstefnum um íþróttatengd málefni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sex erlendir fyrirlesarar munu flytja áhugaverð erindi á ensku. Það má finna allt um þessar tvær ráðstefnur hér.
Ólík og áhugaverð sjónarhorn í boði á ráðstefnu á Íslandi um lyfjamál í íþróttaheiminum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn