Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vinnur úr sandinum á Bahamaeyjum. mynd/gsí-seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti