NBA-meistararnir í Cleveland vildu ekki fá Carmelo Anthony Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2017 10:00 Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira