Þúsundir manna voru mættir á götur Banjul, höfuðborg Gambíu, til að hylla Adama Barrow, forseta landsins, eftir að hann mætti til landsins í dag. Reuters fjallar um þetta.
Barrow sem áður starfaði sem fasteignasali var kjörinn forseti Gambíu þann 1. desember síðastliðinn en hefur síðan þá haldið til í Senegal þar sem forveri hans í embætti, Yahya Jammeh, neitaði að gefa frá sér völdin í landinu.
Sjá: Tveir forsetar í Gambíu
Átti Barrow að taka við embætti forseta þann 18. janúar síðastliðinn en þá lýsti Jammeh yfir neyðarástandi í landinu og fékk þingið til að samþykkja að hann gæti setið þrjá mánuði til viðbótar á meðan það sé í gildi. Í síðustu viku samþykkti Jammeh sem hafði setið á valdastóli í Gambíu allt frá valdaráninu í landinu árið 1994 að fara í útlegð og leyfa hinum nýkjörna forseta að taka við völdum.
Þúsundir fögnuðu forseta Gambíu sem fær loks að setjast í forsetastólinn
Tengdar fréttir

Funda með Jammeh til að koma í veg fyrir átök
Yahya Jammeh, forseti Gambíu, neitar að víkja fyrir réttkjörnum forseta og nágrannaríki hafa sent hermenn inn í landið.

Her Senegal ræðst til atlögu í Gambíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt stuðning sinn við að koma réttkjörnum forseta landsins í embætti.

Tveir forsetar í Gambíu
Nágrannaríki undirbúa sig nú til að styðja við Adama Barrow með herafli.

Jammeh neitar enn að láta af embætti forseta Gambíu
Nýr forseti átti að taka við embætti í gær en Jammeh mun eitthvað sitja áfram eftir að hafa fengið þingið til að yfir neyðarástandi í landinu.

Jammeh samþykir að víkja úr embætti
Fer í útlegð, en samkomulag um hvert og hvernig hefur ekki náðst.