Kæri Guðlaugur Þór … Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 07:00 Stundum er okkur Íslendingum ekki alls varnað. Á þessum degi, árið 1935, varð Ísland fyrst ríkja í Vestur-Evrópu til að leyfa með lögum fóstureyðingar. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti löggjafarinnar. Ritstjórn dagblaðsins Vísis líkti lögunum við „útburð barna“. Fór blaðið háðskum orðum um þær konur sem kynnu að nýta sér þau. Blaðamaður sagði allan „léttúðarlýð“ fagna því að greiðara yrði að „komast undan ábyrgð verka sinna“. Tók hann tali „stelpu eina siðlitla“ sem auk þess var „ölvuð, stelpukindin, eins og ekki er talið mjög ótítt á þessum tímum“. Sjónarmiðum þessarar siðlausu, drukknu, stelpukindar fengu lesendur þó ekki að kynnast því blaðamaður dæmdi orð hennar óprenthæf. Hann fullyrti aðeins að „glöð hafði hún verið og litið björtum augum til framtíðarinnar. Það væri ekki amalegt, að þurfa engar áhyggjur að hafa, en geta bara farið til læknis „jafnóðum““. En síðan eru liðin mörg ár. Það eru breyttir tímar. Eða það hélt maður allavega.Sannfæring til sölu Eitt fyrsta verk hins nýja forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, var að undirrita tilskipun sem stöðvar alla ríkisstyrki til erlendra hjálparsamtaka sem styðja fóstureyðingar. Á ljósmynd af gjörningnum sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla má sjá sex miðaldra, jakkafataklædda karlmenn fylgjast með miðaldra, jakkafataklæddum karlmanni undirrita lög um hvað konur mega og mega ekki gera. Eftir aðeins eina viku í embætti hefur Donald Trump skipað sér í hóp verstu þjóðarleiðtoga heims. Svo afleitur staður eru Bandaríki Donalds Trump þar sem loftslagsbreytingum er afneitað, pyntingum er fagnað, einangrun er æskileg, sundrung er markmið, sannleikurinn er þess sem hrópar hæst og mannréttindi eru valkvæð, að bókin 1984 eftir George Orwell um dystópískt fasistaríki stökk í 1. sæti metsölulista bókaverslunarinnar Amazon.com. Þar kynna Bandaríkjamenn sér eflaust nýjar leikreglur samfélags síns. En þrátt fyrir viðurstyggilegar skoðanir Donalds Trump sem nú birtast ein af annarri í viðurstyggilegum embættisverkum hans er lítill skortur af fólki á valdastólum um heim allan sem reynir að koma sér í mjúkinn hjá honum. Sannfæring heilu ríkisstjórnanna er til sölu fyrir veglegan viðskiptasamning, ábatasamt tollabandalag, já eða bara heimsókn í gullflúraðan Trump-turninn. Með einni undantekningu þó.Mikilvægt að standa á sínu Ríkisstjórn Hollands vinnur nú að því að koma á fót alþjóðlegum sjóði sem ætlað er að vinna gegn tjóni því sem fornfáleg viðhorf Trumps til fóstureyðinga valda. Sjóðurinn á að styrkja þau góðgerðarsamtök sem starfa í þróunarríkjum og verða af fjármagni. Flest vinna þau að því að auka aðgengi kvenna að getnaðarvörnum, fóstureyðingum og menntun. „Bann við fóstureyðingum fækkar ekki fóstureyðingum,“ sagði Lilianne Ploumen, ráðherra viðskipta- og þróunarmála í Hollandi, er hún kynnti hugmyndina. „Það leiðir af sér fleiri fóstureyðingar sem eru framkvæmdar af kunnáttuleysi í skuggahverfum og veldur hærri dánartíðni mæðra.“ Markmiðið er að safna í sjóðinn 600 milljónum dollara sem mun vera sú upphæð sem góðgerðarsamtök verða af í kjölfar embættistöku Trumps. „Við erum í viðræðum við fimmtán til tuttugu ríki um að taka þátt,“ sagði Ploumen í samtali við dagblaðið Guardian. En óttast Ploumen ekki að fá Bandaríkjastjórn upp á móti sér. „Það er mikilvægt að standa á sínu.“Í fremstu röð? Í dag, þegar 82 ár eru frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða Vestur-Evrópu til að lögleiða fóstureyðingar, verður ekki hjá því komist að senda utanríkisráðherra Íslands sem fer með málaflokk þróunarmála eftirfarandi spurningu: Kæri Guðlaugur Þór Þórðarson. Við Íslendingar höfum löngum skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða hvað varðar kvenréttindi. Hyggst ríkisstjórn Íslands ganga til liðs við Hollendinga og taka þátt í sjóði til varnar heilsu og réttindum kvenna í þróunarríkjum? Er hin nýja ríkisstjórn fær um „að standa á sínu“ fyrir hönd okkar Íslendinga? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Stundum er okkur Íslendingum ekki alls varnað. Á þessum degi, árið 1935, varð Ísland fyrst ríkja í Vestur-Evrópu til að leyfa með lögum fóstureyðingar. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti löggjafarinnar. Ritstjórn dagblaðsins Vísis líkti lögunum við „útburð barna“. Fór blaðið háðskum orðum um þær konur sem kynnu að nýta sér þau. Blaðamaður sagði allan „léttúðarlýð“ fagna því að greiðara yrði að „komast undan ábyrgð verka sinna“. Tók hann tali „stelpu eina siðlitla“ sem auk þess var „ölvuð, stelpukindin, eins og ekki er talið mjög ótítt á þessum tímum“. Sjónarmiðum þessarar siðlausu, drukknu, stelpukindar fengu lesendur þó ekki að kynnast því blaðamaður dæmdi orð hennar óprenthæf. Hann fullyrti aðeins að „glöð hafði hún verið og litið björtum augum til framtíðarinnar. Það væri ekki amalegt, að þurfa engar áhyggjur að hafa, en geta bara farið til læknis „jafnóðum““. En síðan eru liðin mörg ár. Það eru breyttir tímar. Eða það hélt maður allavega.Sannfæring til sölu Eitt fyrsta verk hins nýja forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, var að undirrita tilskipun sem stöðvar alla ríkisstyrki til erlendra hjálparsamtaka sem styðja fóstureyðingar. Á ljósmynd af gjörningnum sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla má sjá sex miðaldra, jakkafataklædda karlmenn fylgjast með miðaldra, jakkafataklæddum karlmanni undirrita lög um hvað konur mega og mega ekki gera. Eftir aðeins eina viku í embætti hefur Donald Trump skipað sér í hóp verstu þjóðarleiðtoga heims. Svo afleitur staður eru Bandaríki Donalds Trump þar sem loftslagsbreytingum er afneitað, pyntingum er fagnað, einangrun er æskileg, sundrung er markmið, sannleikurinn er þess sem hrópar hæst og mannréttindi eru valkvæð, að bókin 1984 eftir George Orwell um dystópískt fasistaríki stökk í 1. sæti metsölulista bókaverslunarinnar Amazon.com. Þar kynna Bandaríkjamenn sér eflaust nýjar leikreglur samfélags síns. En þrátt fyrir viðurstyggilegar skoðanir Donalds Trump sem nú birtast ein af annarri í viðurstyggilegum embættisverkum hans er lítill skortur af fólki á valdastólum um heim allan sem reynir að koma sér í mjúkinn hjá honum. Sannfæring heilu ríkisstjórnanna er til sölu fyrir veglegan viðskiptasamning, ábatasamt tollabandalag, já eða bara heimsókn í gullflúraðan Trump-turninn. Með einni undantekningu þó.Mikilvægt að standa á sínu Ríkisstjórn Hollands vinnur nú að því að koma á fót alþjóðlegum sjóði sem ætlað er að vinna gegn tjóni því sem fornfáleg viðhorf Trumps til fóstureyðinga valda. Sjóðurinn á að styrkja þau góðgerðarsamtök sem starfa í þróunarríkjum og verða af fjármagni. Flest vinna þau að því að auka aðgengi kvenna að getnaðarvörnum, fóstureyðingum og menntun. „Bann við fóstureyðingum fækkar ekki fóstureyðingum,“ sagði Lilianne Ploumen, ráðherra viðskipta- og þróunarmála í Hollandi, er hún kynnti hugmyndina. „Það leiðir af sér fleiri fóstureyðingar sem eru framkvæmdar af kunnáttuleysi í skuggahverfum og veldur hærri dánartíðni mæðra.“ Markmiðið er að safna í sjóðinn 600 milljónum dollara sem mun vera sú upphæð sem góðgerðarsamtök verða af í kjölfar embættistöku Trumps. „Við erum í viðræðum við fimmtán til tuttugu ríki um að taka þátt,“ sagði Ploumen í samtali við dagblaðið Guardian. En óttast Ploumen ekki að fá Bandaríkjastjórn upp á móti sér. „Það er mikilvægt að standa á sínu.“Í fremstu röð? Í dag, þegar 82 ár eru frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða Vestur-Evrópu til að lögleiða fóstureyðingar, verður ekki hjá því komist að senda utanríkisráðherra Íslands sem fer með málaflokk þróunarmála eftirfarandi spurningu: Kæri Guðlaugur Þór Þórðarson. Við Íslendingar höfum löngum skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða hvað varðar kvenréttindi. Hyggst ríkisstjórn Íslands ganga til liðs við Hollendinga og taka þátt í sjóði til varnar heilsu og réttindum kvenna í þróunarríkjum? Er hin nýja ríkisstjórn fær um „að standa á sínu“ fyrir hönd okkar Íslendinga? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun