Hvolpasveitin tekin til sýninga á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 14:45 Hvolpasveitin nýtur gríðarlegra vinsælda bæði hjá foreldrum og börnum. Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni. Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni.
Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein