Hvolpasveitin tekin til sýninga á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 14:45 Hvolpasveitin nýtur gríðarlegra vinsælda bæði hjá foreldrum og börnum. Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni. Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni.
Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07