Stjórnarandstaðan sameinast um aukið aðhald gegn nýrri ríkisstjórn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 12:24 Ný ríkisstjórn er einungis með eins manns meirihluta. Aukið aðhald stjórnarandstöðunnar mun því geta gert stjórninni erfitt fyrir. vísir/ernir Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira