600 km drægni og 20 mínútna hleðsla í nýjum rafhlöðum Samsung Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 10:25 Samsung kynnti þessar nýju langdrægu rafhlöður sínar á bílasýningunni í Detroit. Helsta ástæða þess að fólk hræðist að kaupa sér rafmagnsbíl er takmörkun á drægni þeirra og hræðslan við það að verða rafmagnslaus á óheppilegum stað. Rafhlöður fara þó síbatnandi í bílum og drægnin eykst hratt. Samsung kynnti um daginn nýja gerð rafhlaða sinna á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum. Þessar rafhlöður duga til 600 km aksturs, en að auki má hlaða þær að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum, eða einum þokkalegum kaffitíma. Samsung mun framleiða þessar rafhlöður í nýrri rafhlöðuverksmiðju sinni í Ungverjalandi, en Samsung hefur fjárfest fyrir 41 milljarð króna í þessari verksmiðju. Verksmiðjan mun geta framleitt rafhlöður fyrir 50.000 rafmagnsbíla á ári, en Samsung gerir ráð fyrir því að helstu kaupendur rafhlaðanna verði BMW, Tesla og Ford. Ekki er þó gert ráð fyrir komu fyrstu bílanna með þessum nýju rafhlöðum fyrr en árið 2020. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent
Helsta ástæða þess að fólk hræðist að kaupa sér rafmagnsbíl er takmörkun á drægni þeirra og hræðslan við það að verða rafmagnslaus á óheppilegum stað. Rafhlöður fara þó síbatnandi í bílum og drægnin eykst hratt. Samsung kynnti um daginn nýja gerð rafhlaða sinna á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum. Þessar rafhlöður duga til 600 km aksturs, en að auki má hlaða þær að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum, eða einum þokkalegum kaffitíma. Samsung mun framleiða þessar rafhlöður í nýrri rafhlöðuverksmiðju sinni í Ungverjalandi, en Samsung hefur fjárfest fyrir 41 milljarð króna í þessari verksmiðju. Verksmiðjan mun geta framleitt rafhlöður fyrir 50.000 rafmagnsbíla á ári, en Samsung gerir ráð fyrir því að helstu kaupendur rafhlaðanna verði BMW, Tesla og Ford. Ekki er þó gert ráð fyrir komu fyrstu bílanna með þessum nýju rafhlöðum fyrr en árið 2020.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent