Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 12:36 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15